Sveitabrúðkaup í Fjósi

Björk og Bragi giftu sig uppí sveit þar sem allir fjölskyldumeðlimirnir tóku sig saman til að gera þennan dag ótrúlega skemmtilegan.

Þau giftu sig 28. júlí útí sveit undir veðurguðunum, það ringdi allan morguninn en það var bara svakalega skemmtilegt, Eftir athöfn þá stytti upp og upp var boðið uppá freyðivín fyrir utan fjósið. Það var búið að skreyta fallega öll borð í íslensku þema, með fallega steina og blóm á hverju borði. Það var boðið uppá rosalegan góðan mat frá Friðheimum og köku frá Sindra bakara. Það var mikið sungið og stemmingin var allveg frábær, fólk naut þess að fara út of sita úti í ferska loftinu og njóta bjórsins sem hafði verið bruggaður.

Kvöldið endaði með dansi og djammi og það var gert langt fram á kvöld!