Að skipuleggja daginn

Myndataka fyrir athöfn með kirkju og veislusal, parið gerir sig til á sitthvorum staðnum.


Ég hitti alltaf brúðarhjónin mín og grilla þau með spurningum sem þessum og datt í hug að leyfa öðrum að njóta.


Það er gott að muna að það er enginn uppskrift á brúðkaupsdaginn. Þetta er ykkar dagur og þið gerið þetta eins og lætur ykkur líða sem best.

Hér er samt smá hjálparlisti fyrir ykkur sem eruð að hugsa um að hafa myndatöku fyrir athöfn og að gera ykkur til í sitthvoru lagi.


Hér koma drög að degi sem þar sem að athöfnin byrjar klukkan 16:00 og myndataka hefst fyrir athöfn. Parið ætlar að gera sig til á sitthvorum staðnum og eiga tvö börn og eru að gifta sig í kirkju.


Ef fólk er að gera sig til í sitthvoru lagi þá hefur yfirleitt annar aðlinn meiri tíma í myndir ef aðeins er einn ljósmyndari.

Veljið að hafa tvo ljósmyndara ef þið viljið að báðir aðlar séu myndaðir allan undirbúninginn.


11:00 Ljósmyndari kemur, ef þið eruð að fara á hótel um kvöldið, endilega verið búin að pakka fyrir brúðkaupsdaginn ;)


11:00 Byrja á að fá sér góðan hádegismat og drekka vatn, gott að hafa boost eða orkustykki við hendi


11:30 -12:00 Gott að byrja á hári og förðun (fáið tíma hjá fólkinu sem er að sjá um það)


12:30 Annar maki klæðir sig í fötin (gott að vera komið í flest) barnið svo klætt í þegar ljósmyndari kemur, maki lagar sig til.


13:10 Ljósmyndari kemur til baka


13:30 Pissa, fá sér vatnsglas og fara í kjólinn/fötin.


13:40 Klæða hitt barnið, gott er að fá hjálp hjá öðrum og gera kannski bara seinustu hlutina.

Kannski hjálpa með skó, blóm og þess háttar ef þið hafið farið í hár og förðun og eruð í viðkvæmum kjólum.


14:00 Farið út í myndatöku (fer eftir hversu löng keyrsla)

Hér getur oft verið skemmtilegt púsl að hugsa um bílamál þegar þið eruð á sitthvorum staðnum. Þið þurfið tvo bíla. Það getur verið sniðugt að sá sem sér um börnin keyrir líka. Þá getur sú manneskja tekið bíl og börnin til baka. Endilega takið með ykkur auka skó, eða teppi, til að skella yfir ykkur. Gott er að hafa vatn í bílnum líka. Munið að taka lykla og hringa!


14:10 "First Look" og myndataka byrjar með börnum


14:25 Börnin fara og brúðhjón eftir


15:00 Myndataka að klárast


15:15 Komið í hús til að laga hár, pissa og fá sér vatnsglas (muna að vera með lykla)


15:35 Annar maki kemur í kirkju til að bjóða gesti velkomna.


16:00 Athöfn byrjar


16:45 Brúðhjón labba út, hér er tilvalið að vera með stóra hópmynd.

Ég mæli með að biðja bara fjölskyldu að vera eftir meðan aðrir gestir fara í sal.

Hópmyndir með fjölskyldu, 3 mínútur á hvern hóp gott að hafa svona 5-8 hópa í mesta lagi.


17:10 Hópmyndir búnar af fjölskyldu


17:30 Brúðarhjón koma í sal


Um kvöldið:

Veislur eru margskonar og ég er til staðar allt kvöldið svo það er ekkert til að hafa áhyggjur af.


Ég tek myndir af gestum, ræðuhöldum leikjum og fleira og sendi alltaf spurningalista fyrir brúðkaup ef það eru ákveðið fólk sem er mikilvægt að ná myndum af.


Hópmyndir af vinum eru oft teknar eftir mat, en stundum fyrir ef tími gefst til, þá er oft gott að hafa ákveðna manneskju í að smala saman fólki eða biðja veislustjóra um það. Reynið að hafa ekki fleiri en 7 hópa, það getur verið leiðinlegt að standa og brosa endalaust fyrir ykkur.


Oft tek ég smá kvöldmyndatöku ef tími gefst til í ca. 15 mínútur.


Nokkur góða ráð


Undirbúningur
Gott er að tala við manneskjuna sem ætlar að gera hár og förðun, yfirleitt er gott að reikna með 2 klst fyrir hár og förðun.
Sniðugt er að taka frá 20-30 min þar sem þið fáið ykkur að borða og drekka vatn, þetta verður langur dagur.
Ef þið eruð í kjól sem þarf að hneppa mikið að aftan eða þurfið að nota brjóstalím eða annað slíkt, bætið við extra 20mín að fara í kjólinn.
Ef þið gerið ykkur til á sitthvorum staðnum þá er gott að hugsa hver verður með hringana og bílamál.


Myndataka
Ælið þið að vera með "fyrst look" þar sem þið sjáum hvort annað í fyrsta sinn. Þá þarf að vera með tvo bíla til að komast í myndatökuna.
Ætliði að vera með hringana í myndatöku?
Hugsið út í það hvernig þið viljið að kjóll, föt, hár verði eftir myndatöku, er smá rigning í lagi eða úr sögunni?

Börnin:
Viljum þið eiga tíma til að gera börnin til, bætið þá við 30-45 mínútum, þyggið hjálp og hafið allt til staðar á einum stað.
Eiga börnin að koma með í myndatöku? Hafið eitthvern til að aðstoða og taka börnin þegar þau eru búin.

Veislan
Hugsið út í það ef þið ætlið að dansa fyrsta dansinn, eða skera kökuna og hvar það passar í planið.
Ef þið ætlið að taka fleiri myndir af hópum þá gott að muna að hver hópur er 3 mínútur, munið að láta veislustjóra vita ef þið ætlið að taka hópmyndir um kvöldið.

Aðgengi
Er eitthver í veislunni sem þarf betra aðgengi? Það getur verið gott að nefna það ef manneskja sem er í hópmynd um kvöldið á erfitt með gang svo ég get tekið tilits til þess.
Er eitthver með flogaveiki sem þoli flass ´ílla, oft er gott að vita að því sem ljósmyndari.


Svo er svo gott að muna að biðja um hjálp!

Það getur verið mjög yfirþyrmandi að plana brúðkaup, ef þið eruð í eitthverjum vafa þá endilega talið við ljósmyndarann ykkar, veislusali og annað.

Þetta er oft fólk sem hefur verið í tugi brúðkaupa og getur gefið ykkur góð ráð.

Því miður hafa líka margir skoðanir á hinu á þessu án þess kannski að hafa mikið vit á því,munið því bara að þetta er ykkar dagur og þið hafið þetta eins og þið viljið <3